9.3.2008 | 10:53
Ættarmót
Til að skrá sig inn: Notandi: Olafsbjorg og lykilorð: Framnes
Kæra fjölskylda.
Skipulagsnefnd hefur nú loks tekið til starfa við að undirbúa ættarmót okkar á Snæfellsnesi vikuna fyrir Verslunarmannahelgi.
Við staðarval er gott að hafa í huga að finna svæði sem býður jafnt upp á gistingu í uppábúnum rúmum sem góða tjald- og fellihýsaaðstöðu. Fyrir tveim árum síðan hittumst við á Görðum og þótti sú aðstaða reynast vel, en falleg fjara er á svæðinu, golfvöllur og mikið rými til að koma upp tjöldum eða fellihýsum. Langlíklegast er að Garðar verði aftur fyrir valinu að þessu sinni og reynt að huga betur að sameiginlegum þjónustuþáttum. Á teikniborðinu er hugmynd um að leigja stórt samkomutjald sem gæti orðið miðdepill samveru á svæðinu.
Hugmyndin með þessari blogsíðu er að skiptast á hugmyndum og upplýsingum um ættarmótið. Reglulega verða settar inn upplýsingar um framgang mála, myndir og hvað annað sem skiptir máli.
Að lokum hvetjum við ykkur til að setja inn gamlar myndir frá fyrri ættarmótum og setja inn áhugaverðar færslur.
Nefndin: Ingólfur, Anna, Sturlaugur, Árni Hinrik, Jóhannes
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 13.3.2008 kl. 10:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.