11.3.2008 | 22:59
Hótel Hellissandur í athugun
Sæl Öll,
Verið er að kanna möguleikann á því að hafa ættarmótið á Hellissandi. Hugmyndir eru uppi um að leigja Hótel Hellissand bæði föstudag og laugardag. Það fæst ekki öðruvísi en að takist að koma hóp sem bókaður er þar á laugardag í gistingu annarsstaðar. Samkvæmt samtali við Hótelstjórann er hann bjartsýnn á að það takist og er kominn í 80% á bjartsýnisskalanum.
Það er ljóst að aðstaðan á Hellissandi er að mörgu leiti ákjósanlegri en á Görðum og því vonumst við til að hægt sé að staðfesta hótelið núna á miðvikudag.
nefndin.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.