Hellissandur

Sælir ættingjar.

Gott framtak hjá nefndinni að koma þessari síðu upp.

Fór út á Hellissand í gær á slóðir ættfeðra og -mæðra okkar. Bjart veður, en kalt, snjór á jörðu. Gekk út í Krossavík, þar sem Ólafur afi hafði bát sinn Rauðseying eftir að hann hætti að nota Brekknalendinguna. Skoðaði það sem eftur stendur af hafnarmannvirkjunum á blásandi fjöru. Kom einnig við í lendingunni Keflavík, þar sem Guðmundur Hákonarson, langafi, drukknaði 1909 ásamt 8 öðrum sjómönnum þ.á.m. Dagóbert tengdasyni sínum. Þessa staði, og fleiri, getum við skoðað í sumar. T.d. er gaman, að fara að Gufuskálum og skoða Gufuskálavör og fiskbyrgin þar rétt hjá. Árið 1998 tók ég þátt í því að moka sandi upp úr Ískrabrunni, sem er rétt hjá Gufuskálavör, og tók þátt í fornleifauppgreftri við Írskubúðir. Síðast þegar ættarmót var haldið á Hellissandi fórum við í fallegu sandfjöruna í Skarðsvík. Ef við höldum áfram veginn, sem liggur út í Skarðsvík, komum við út á Öndverðarnes. Þar er brunnurinn Fálki, eitt af sárafáum vatnsbólum á þessu svæði, rústir verbúða og ótúleg lending.

Nefndin hefur því úr mörgum stöðum að velja þegar hún skipuleggur dagskránna. Bendi einnig á síðurnar http://www.hellissandur.is og http://www.ust.is/Natturuvernd/Thjodgardar/Snaefellsjokull/ - heimasíða Þjóðgarðsins Snæfellsjökull - á þessum síðum er ýmsan fróðleik að finna.

Það var góð ákvörðun hjá nefndinni, að velja Hellissand að þessu sinni. Gaman veður að hittast öll í sumar.

Kveðja

Ólafur K. Ólafsson

olafur.k.olafsson@simnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband