Slysavarnadeildin Björg

Morgunblaðið föstudaginn 11. desember, 1998.

„Slysavarnadeildin Björg 70 ára

Slysavarnadeildin Björg 70 ára Hellissandi-Um þessar mundir eru 70 ár liðin frá þvi að Slysavarnadeildin Björg á Hellissandi var stofnuð. Deildin er því jafngömul sjálfu Slysavarnafélagi Íslands. Stofnun deildarinnar var tilkynnt Slysavarnafélagi Íslands sem þá var nýstofnað 8. desember 1928.


Slysavarnadeildin Björg 70 ára

Hellissandi - Um þessar mundir eru 70 ár liðin frá þvi að Slysavarnadeildin Björg á Hellissandi var stofnuð. Deildin er því jafngömul sjálfu Slysavarnafélagi Íslands. Stofnun deildarinnar var tilkynnt Slysavarnafélagi Íslands sem þá var nýstofnað 8. desember 1928. Björg mun því vera þriðja elsta slysavarnadeild landsins af þeim sem enn starfa.

Þegar stofnað var til SVFÍ 1928 vaknaði strax mikill áhugi á Hellissandi fyrir því að taka þátt í starfsemi félagsins. Tíð sjóslys hér við strendurnar hafa þar vafalaust valdið mestu. Fyrsti formaður Bjargar var Ólafur Jóhannesson skipstjóri og hafnsögumaður, síðar fisksali í Reykjavík. Svo skemmtilega vill til að hann er afi Ólafs K. Ólafssonar sýslumanns Snæfellinga.

En líklega hefur enginn maður markað dýpri spor í því að halda þessu félagsstarfi lifandi öll þessi ár, þrátt fyrir andvaraleysi og stundum minnkandi áhuga fyrir slysavörnum, en Benedikt S. Benediktsson kaupmaður. Á Hellissandi hefur stjórn slysavarnadeildarinnar alla tíð farið með yfirstjórn björgunarsveitarinnar. Leifur Jónsson, hafnarvörður í Rifi, tók að sér að halda merki deildarinnar á lofti eftir að Benedikt hætti.

Afmælishátíð 13. desember

Stjórn Slysavarnadeildarinnar Bjargar hyggst minnast þessara merku tímamóta 13. desember nk. með veglegum hætti, því menn eru stoltir af því að deildin skuli vera jafngömul SVFÍ sjálfu. Ætlunin er að hátíðahöldin hefjist með messu í Ingjaldshólskirkju kl. 13, þar sem björgunarsveitin og unglingadeildin munu klæðast búningum sínum og standa heiðursvörð með fána SVFÍ og íslenska fánann. Að messu lokinni verður haldið að Björgunarstöðinni Líkn, höfuðstöðvum deildarinnar, og nýja tækjageymslan vígð. Má segja að þar með sé lokið síðasta áfanga byggingar björgunarstöðvarinnar sem er myndarlegt hús og til mikils sóma fyrir deildina.

Í nýju tækjageymslunni verður komið upp sýningu, þ. á m. myndum úr starfi deildarinnar og sýningu á tækjabúnaði hennar. Þá verður nýi björgunarbáturinnn, Björg, til sýnis í Rifshöfn og gestum verður gefinn kostur á að sigla með honum um höfnina og e.t.v. lengra ef veður leyfir. Bíll deildarinnar verður notaður til að flytja fólk á milli ef það óskar þess.

Veitingar og sagan sögð

Meðan á sýningunni stendur í Líkn verður kaffiveitingar í boði. Afmælishúfur verða seldar og vakin verður athygli á söfnun björgunarbátasjóðs SVFÍ. Afmælishátíðinni lýkur svo með flugeldasýning kl. 17. Slysavarnamenn á Hellissandi vonast til að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í afmælishátíð Bjargar þennan dag, 13. desember nk., sérstaklega heimafólk og þeir gestir aðrir sem boðið verður til afmælisins.

Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson BJÖRGUNARSTÖÐIN Líkn.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband