Myndir og nýtt efni

Ég hef sett myndir á vefinn frá ættarmótinu 2005 og myndir frá Keflavíkurlendingunni og Krossavík.

Á sjómannadeginum 2007 var vígður minnisvarði í kirkjugarði Ingjaldshólskirkju til minningar um sjómennina 9, sem drukknuðu í Keflavíkurlendingu 1909. Guðlaug Karvelsdóttir hafði veg og vanda af því að minnisvarðinn var reistur.

Á sama degi gaf Ingveldur Valdimarsdóttir (Inga hans Jóa) slysavarnardeildinni á Hellissandi rausnarlega gjöf til minningar um mann sinn Jóhannes Ólafsson. Gjöfin var afhent við hátiðlega athöfn í sjómannagarðinum á Hellissandi. Við báðar þessar athafnir mætti fjöldi ættingja okkar og hef ég sett inn nokkrar myndir frá sjómannadeginum 2007.

Ólafur Jóhannesson, maður Bjargar Guðmundsdóttur, var einn af stofnendum Slysavarnardeildarinnar Bjargar á Hellissandi árið 1928 og fyrsti formaður hennar. Í Morgunblaðinu 1998 birtist frétt í tilefni af 70 ára afmæli slysavarnardeildarinnar. Ég hef sett hana hér á síðuna

Í ræðu, sem þáverandi formaður slysavarnardeildarinnar hélt við komu björgunarbátsins Bjargar í Félagsheimilinu Röst, sagði hann, að Bjargarnafn slysavarnardeildarinnar og björgunarbátsins væri nafn konu fyrsta formanns deildarinnar.

Á ættarmótinu 2005 dreifði ég blaði með með nokkrum upplýsingum um rætur okkar. Ég hef einnig sett það á vefinn.

ÓKÓ

p.s. eigum við ekki að skrifa beint á síðuna - ekki í gestabókina. Þá er hægt að gera athugasemdi við hverja færslu ef ástæða er til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband