26.3.2008 | 14:44
Rauðseyingur
Hér að neðan er lítil frásögn úr bók Karvels Ögmundssonar Sjómannsævi", um Rauðseying, bát Ólafs Jóhannessonar, afa míns.
Það var trú manna að Rauðsetingur rataði sjálfur í Keflavíkurlendinguna, þá mikið brim var. Svo mikill snillingur var Guðmundur [Hákonarson] sem stjórnandi á rúmsjó og í brimlendingu. Hann þurfti aldrei að snúa frá lendingu og farnaðist alltaf vel, en örlög hans urðu þau að farast sem háseti í þeirri lendingu sem hann hafði áður alltaf sigra sem stjórnandi. Þannig myndaðist þjóðtrúin um ratvísi Rauðseyings. Guðmundur fórst með Lofti Loftssyni, svo sem að framan getur." Karvel Ögmundsson Sjómannsævi" II bindi, bls. 50, útg. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. 1982.
ÓKÓ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.