Ingjaldshólskirkja

Í Ingjaldshólskirkju er gjöf frá Björg Guðmundsdóttur og Ólafi Jóhannessyni og önnur frá syni þeirra Jóhannesi Ólafssyni. Þessara gjafa er getið í máldögum kirkjunnar.

Í vísitasíu Ásmundar biskups Guðmundssonar frá 31. júlí 1958 segir:

Ljósahjálmur úr kopar ... sextánarma, gjöf frá Ólafi Jóhannessyni fisksala í Reykjavík og konu hans, Björgu Guðmundsdóttur, gefinn 1953 en kemur í kirkjuna 1954."  Heimild: Jökla hin nýja I. Úr sögu Breiðuvíkurhrepps og Neshrepps utan Ennis. Kirkjur undir Jökli.  Ólafur Elínmundarson tók saman. Bls. 216. Útg. 2000.

Í 2. vísitasíu Sigurðar prófasts Lárussonar frá 20. september 1960 segir:

Hjálmur úr brenndum kopar með 16 ljósastæðum, verkleg og vegleg gjöf. Gefendur hjónin Ólafur Jóhannesson og frú hans, Björg Guðmundsdóttir. Hjón þessi voru þá búsett í Reykjavík.

Tvær ljósasúlur, sín hvoru megin við altarið, gefnar af Jónannesi Ólafssyni, syni framannefndra hjóna í Reykjavík." Sama heimild, bls. 218.

Í vísitasíu Magnúsar prófasts Guðmundssonar frá 3. september 1963 segir:

Þriðji ljósahjálmurinn er úr brenndum kopar með 16 ljósastæðum. Veglegur gripur. Gefnir kirkjunni 1955 af hjónunum Ólafi Jóhannessyni og frú Björg Guðmundsdóttur. "  Sama heimild, bls. 220.

Ingjaldshólskirkja var byggð árið 1903. Nýtt safnaðarheimili kirkjunnar var vígt 19. október 1997. Af því tilefni gáfu Jóhannes Ólafsson og Ingveldur Valdimarsdóttir kirkjunni peningaupphæð og málverk með mynd af Snæfellsjöklli, sem hangir uppi í safnaðarheimilinu.

ÓKÓ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband