Dagskrá og aðrar gagnlegar upplýsingar

Kæra Fjölskylda.

Í enda þessarar viku fáum við tækifæri til að hittast á ættarmótinu á Hellissandi.Samkvæmt upplýsingum nefndarinnar stefnir í fantafína mætingu.

Búið er að útvega um 40m2 tjald sem komið verður fyrir á tjaldstæðinu og hægt að nota til samverustunda.

Þá er búið að safna lögum á söngbók ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum.

Búið er að skipuleggja stutta skoðunarferð um nesið undir leiðsögn Ó.K.Ó

Eins og síðast verða gerð barmmerki til auðkennis um frá hvaða fjölskylduarmi viðkomandi tilheyrir.

Hjálagt fylgir svo dagskrá sem stuðst verður við eftir fremsta megni.

ATH: Þeir sem kunna gítargrip eru hvattir til að mæta með gítarinn með sér.

DAGSKRÁ:

Föstudagur:

20:00 Grilltími

21:00 Leikir á túni með krökkum og fullorðnum

22:00 Söngur í tjaldi

 Laugardagur:

11:00-Ávarp mótsgesta við tjald

11:15- Skoðunarferð um Hellnar og þjóðgarðinn undir leiðsögn Ólafs K. Ólafs.

15:30- Komið til baka úr skoðunarferð

17:00 -Leikir á túni með krökkum og fullorðnum

19:00-Grilltími

21:00-Söngur í tjaldi

 

Aðeins eitt herbergi er laust á Hótel Hellissandi og því um að grípa gæsina.

Sjáumst hress.

Nefndin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband