Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Gott veður

Sæl verið þið, Hugrún Margrét hér. Nú fer þetta að bresta á og alltaf er veðurspáin að batna :) þetta verður eflaust rosa gaman!

Hugrún Margrét (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. júlí 2008

Ættarmótið

Heil og sæl ættingjar og núllarar! Nú er orðið stutt í mótið okkar og ég farin að hlakka til að hitta ykkur öll. Munið að koma með góða skapið á Hellissand! Við fáum örugglega gott veður eins og oftast

Birna Ingólfsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. júlí 2008

Ættarmót?

Sæl frænkur og frændur.Var að frétta af ættarmótinu og þessari síðu fyrst í dag, svona eru nú skilaboðaskjóðurnar góðar í okkar fjölskyldu, erum að skoða hvort við komumst, væri gaman að hitta fólkið. Kveðja, Guðmundur Örn Ólafsson

guðmundur örn ólafsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 10. júlí 2008

Auðar fjölskylda

Frábært að halda úti svona síðu fyrir ættarmótið til að hita fólk upp. Við systurnar Ella Magga,Kristín,Lilja og Íris stefnum að því að koma og gista í tjöldum en ég held að mamma sé búin að panta herbergi fyrir þau hjónin frá ameríkunni þar sem að þau dvelja nú. Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumar. Kveðja,Lilja

Lilja Sæmundsd. (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 1. maí 2008

ÓlafsBjörg

Flott Síða .

gaman að skoða þessa síðu og lesa sögurnar alveg frábært framtak. kv Stína Davíðs ps.Ég og mín fjölskylda mætum .

ÓlafsBjörg, mán. 14. apr. 2008

Frábært framtak

Hæ allir að sjálfsögðu mætir maður á ættarmót og þessi síða er frábært framtak.

Arna Björk (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 8. apr. 2008

ættarmót

komið þið sæl og blessuð flott síða ég og mín fjölskylda komum kveðja Unnur Ingólfsdóttir

Unnur Ingólfsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 8. apr. 2008

ólöf Kristin Ingólfsdóttir

Skemmtileg síða, til hammingju með þetta frammtak.Við mæætum að sjálfsögðu. KV Ólöf og flölskilda

Ólöf Ingólfs (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 30. mars 2008

ÓlafsBjörg

Kveðja til allra

Komið þið sælir allir mínir ættingjar og "núllara" ! Frábært hjá nefndinni að blása til ættarmóts, hlakka mikið til að hitta ykkur öll og fyrir þá sem ekki vita þá er "núllari" maki orginal ættingja!! Ég og mitt lið ætlum að vera í tjaldi . Frábært að hafa þessa síðu, verum nú dugleg að skrifa e-ð skemmitegt það þéttir hópinn saman!Og myndirnar eru frábærar! Kveðja Kristjana Þ.Ólafsd.

ÓlafsBjörg, sun. 16. mars 2008

Anna M. Ólafsdóttir

Við hjónin eru búin að panta herbergi og hlökkum til að sjá ykkur í sumar. Kveðja, Anna og Óli.

Anna M. (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. mars 2008

Ósk Dagóbertsdóttir

Heil og sæl öllsömul Ég hringdi í Sigurbjörgu Sigurðardóttur (dóttir Óskar og Sigurðar) og tilkynnti henni um væntanlegt ættarmót. Var hún mér afskaplega þakklát fyrir að láta sig vita og ætlaði að hafa samband við sitt fólk og tilkynna þeim þetta. Ósk sú er hér er nefnd var dóttir Lárensínu systur ömmu. Lárensína lést af barnsförum árið 1907 og bað ömmu að taka að sér Ósk, er þá var þriggja ára gömul sem og amma gerði þá 17 ára að aldri. Ég vona að ég hafi fari hér rétt með staðreyndir. Hlakka til að sjá ykkur sem flest í sumar. Kv. Anna Valbjörg Ólafdsóttir.

Anna V. Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. mars 2008

ÓlafsBjörg

Komið þið sæl ættingjar og vinir

Skemmtilegt að hafa komið upp svona síðu og til hamingju með hana. Hlakka til að hitta ykkur í sumar. Tvö herbergi í pöntun. Kveðja Stella

ÓlafsBjörg, fim. 13. mars 2008

Gisting

Komiði sæl og blessuð , til hamingju með síðuna.Við systurnar erum búnar að panta sitthvort herbergið. kveðja Björg og Sigga

Björg Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. mars 2008

Gisting

Ágætu ættingjar og vinir, allavega eitt herbergi farið ættarmótshelgina. Kveðja Birna

Birna Ingólfsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. mars 2008

ÓlafsBjörg

Frá Birnu Ingólfsdóttur

Sæl öll, til hamingju með síðuna. Nú er bara að fara að skanna inn myndir frá fyrri ættarmótum. Ég ætla að byrja á að setja inn mynd sem var tekin á "stofnfundi" fyrsta ættarmótsins sem haldinn var sumarið 1985. En amma Björg hafði dáið í febrúar það ár. Amma var þá tæplega 96 ára, þegar hún var níræð fékk hún senda vísu í skeyti frá frænda sínum og læt ég hana fylgja hér með; "Aldrei varstu í orði frek/alltaf ljúf og kímin/undarlegt er andans þrek/ en áfram líður tíminn" Kveðja Birna

ÓlafsBjörg, sun. 9. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband